Góðar gjafir frá foreldrafélagi

Föstudaginn 27. október fengu allir nemendur í 1. bekk sérmerkt endurskinsvesti að gjöf frá Foreldrafélagi Sunnulækjarskóla.

Við afhendinguna kom lögreglan í heimsókn og fór yfir það hversu mikilvægt það er að vera vel sýnilegur í umferðinni, sérstaklega nú þegar skammdegið skellur á af fullum þunga.

Við þökkum foreldrafélagi skólans gjöfina og vonum að vestin nýtist vel.