Gönguferð um Reykjadal

Síðastliðinn fimmtudag fór hópur af krökkum í Hreystivali í gönguferð. Farið var með rútu og var ferðinni heitið inn í Reykjadal. Við gengum um fallegt landslag upp að laugunum og útsýnið yfir Flóann var stórkostlegt. Þar fóru margir ofan í heita lækinn. Ferðin gekk mjög vel og við vorum heppin með veður, þótt örlítið hafi blásið á toppnum.