Nemendur í sjónlistasmiðju í 5. bekk fengu skemmtilega heimsókn í morgun (mánudag). Það var listamaðurinn Viktor Pétur Hannesson. Hann hefur þróað tækni sem hann kallar Grasagrafík og fengu nemendur kynningu á henni og gerðu sýn eigin myndverk.
Nemendur höfðu áður farið út og fundið villigróður, svo sem Njóla, Fífla, laufblöð og ber sem var síðan notað við gerð grafík mynda.
Viktor keyrir á milli skóla í Ánessýslu í samvinnu við Listasafn Árnesinga og myndmenntakennara í grunnskólum sýslunnar.
Nemendur voru einstaklega áhugasamir og vinnusamir. Unnið verður með samkonar þema áfram í vetur í sjónlistum í 5. bekk.