Grunnskólamót Árborgar

Grunnskólamót Árborgar í frjálsum íþróttum fór fram fimmtudaginn 15. apríl í íþróttahúsinu við Sólvelli. Metþátttaka var á mótinu og voru þátttakendur vel yfir 300 sem er mikil aukning frá fyrri árum. Yngstu aldursflokkarnir (1.-4. bekkur) spreyttu sig í langstökk án atrennu og kúluvarpi og 5.-10. bekkur kepptu í langstökki án atrennu, kúluvarpi og hástökki.

Sunnulækjarskóli mætti með öflugan hóp til þátttöku og var fjölmennasta liðið á mótinu. Allir þátttakendur stóðu sig með stakri prýði og fengu allir yngstu þátttakendurnir gullpening fyrir þátttöku á meðan eldri krakkarnir kepptu um verðlaunasæti. Krakkarnir úr Sunnulækjarskóla fóru margir hverjir á verðlaunapall þar sem þau náðu sér ýmist í gull, silfur eða brons. Frábær árangur hjá þeim.

Árangur keppenda má sjá hér.