Heimsókn frá Sjóminjasafninu

Í gær fékk 3. bekkur heimsókn frá Sjóminjasafninu á Eyrarbakka.  Linda Ásdísardóttir kom og kynnti líf verbúðarmanna fyrir um 150 árum.  Hún klæddi sig upp einsog sjómaður í þá daga og sýndi okkur alls kyns áhöld sem notuð voru. Meðal þess sem hún sýndi okkur var beitningarbali og lína, flot og lóð, sjófatnaður úr skinni, skreið, hertir þorskhausar o.m.fl.  Nemendur fengu að smakka mysu, sem þeim þótti heldur súr?