Þriðjudaginn 7. febrúar fengum við góða gesti úr Tónlistarskóla Árnesinga sem komu til að kynna hljóðfæri fyrir nemendum 2. bekkjar.
Þessi heimsókn er sú fyrsta af fjórum og nú voru tréblásturhljóðfærin kynnt. Síðar munum við fá kynningu á málmblásturshljóðfærum, strokhljóðfærum og að lokum verður blönduð kynning á þeim hljóðfærum sem eftir standa.
Nemendur nutu kynningarinnar og ef að líkum lætur munu koma margir blásarar úr 2. bekk Sunnulækjarskóla þegar fram líða stundir.