Kynning á Fjölbrautaskóla Suðurlands

Í dag komu náms- og starfsráðgjafar Fjölbrautaskóla Suðurlands í heimsókn til að kynna námsbrautir FSu og miðla til okkar frekari upplýsingum um nám að loknum grunnskóla. Foreldrum var einnig boðið að koma og hlýða á kynninguna og nýttu margir sér það.

Í fylgd með Agnesi og Önnu Fríðu, náms- og starfráðgjöfum FSu voru tveir fyrrum nemendur Sunnulækjarskóla, Sigþór Constantin og Jakob Burgel og þótti okkur það sérstaklega ánægjulegt.