S.l. mánudag voru tenglarnir í 7. bekk með bekkjarkvöld þar sem nemendur og foreldrar hittust hér í skólanum og útbjuggu gjafir fyrir verkefnið „Jól í skókassa“ sem KFUM og KFUK heldur utan um.
Á miðvikudeginum fórum við kennarar, stuðningsfulltrúar og nemendur saman í göngutúr út í kirkju og afhentum gjafirnar. Þar tók Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi vel á móti okkur, fór með krakkana í skoðunarferð um kirkjuna og upp í kirkjuturn. Jóhanna endaði svo á að gefa börnunum djús og piparkökur í safnaðarheimilinu.
Nemendur voru mjög ánægðir og stoltir af sjálfum sér eftir að hafa gefið u.þ.b. 40 gjafir í söfnunina.