Sameiginleg verkefni nemenda í smiðjum

Í þeim takmörkunum sem skólunum var sett í þriðju bylgju covid var ekki leyft að blanda árgöngum innan skólanna. Það þýddi að hefðbundið starf í smiðjum (list-og verkgreinar) varð að breytast. Þess í stað þurftu smiðjukennarar að vera lausnamiðaðir og vinna saman að breyttu fyrirkomulagi. Brugðið var á það ráð að kenna bekkjunum smiðjur inni á svæðum.

Eitt af þeim verkefnum sem unnin voru í 1.-8. bekk var listaverk af þörfum uppbyggingarstefnunnar (uppeldi til ábyrgðar). Allir bekkirnir unnu saman að verkinu. En reynt var að nota endurvinnanlegt efni s.s. dagblöð og tímarit. Nemendur rifu niður ýmsa liti og límdu á maskínupappír og úr var listaverk sem prýðir nú Fjallasal.

Önnur verkefni voru unnin á sama tíma, m.a. þakklætisveifur sem skreyta grindverk á efri hæð skólans, piparkökuhús og ljósaseríur.