Kakófundur foreldrafélagsins þriðjudaginn 27. nóvember

Þá er komið að árlegum kakófundi foreldrafélagsins þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20:00 í Fjallasal . Hann ber yfirskriftina: Núvitund fyrir pabba og mömmur – og alla sem koma að uppeldi barna.

Í þessu fræðsluerindi kynnir Bryndís Jóna frá Núvitundarsetrinu hvað felst í núvitund og gildi núvitundar fyrir alla þá sem koma að uppeldi barna. Við prófum æfingar sem henta bæði uppalendum og börnum og geta m.a. stuðlað að aukinni vellíðan, seiglu og einbeitingu, bættum svefni og dregið úr kvíða.

Bryndís Jóna Jónsdóttir er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu og hefur m.a. unnið að innleiðingu á núvitund í skólastarf og haldið fjölmörg námskeið og vinnustofur um núvitund og heilsueflingu fyrir ólíka aldurshópa.

Heitt súkkulaði, kaffi og léttar veitingar í boði.

Facebook síða fundarins: https://www.facebook.com/events/2101011789949658/

Allir velkomnir!