Skreytingadagur í Sunnulækjarskóla

Í dag var skólinn okkar færður í jólabúning.  Verkefnið hófst með samsöng í Fjallasal þar sem yfir 700 nemendur og starfsmenn komu saman og sungu jólalög.   Söngstundin var vinasöngstund en það þýðir að eldri vinir sækja yngri vini og sitja með þeim í söngstundinni.

Að söngnum loknum fylgdust vinirnir áfram að og tóku til við að skeyta skólann hátt og lágt.  Flestir klæddust rauðri flík, margir með jólasveinahúfur og jafnvel skegg.

Bros var á hverju andliti og gleðin var við völd í dag.