Kynning á framhaldsskólum í heimabyggð

Kynning á framhaldsskólum í heimabyggð verður haldin í Fjallasal fyrir forráðamenn og nemendur í 9. og 10. bekk í Sunnulækjarskóla, fimmtudaginn 27. febrúar kl. 18:00.

Námsráðgjafar, sviðsstjórar og fulltrúar nemendafélaga Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans að Laugarvatni koma og kynna námsframboð og starfsemi skólanna.

Við hvetjum foreldra til að mæta með börnum sínum en búast má við að fundurinn taki um klukkustund.