Öskudagur við Sunnulæk

Það var mikið fjör og mikið gaman á Öskudegi í Sunnulækjarskóla.  Dagurinn hófst með söngstund þar sem allir sungu saman nokkur lög.  Lokalagið var „Enga fordóma“.  Nemendur tóku mjög vel undir og fylgjast greinilega vel með.

Síðar um daginn var svo spurningakeppni á elsta stigi sem 10 TDI vann naumlega.  Alls staðar ríkti gleði og glaumur þennan dag þar sem starfsfólk og nemendur nutu þess að vera saman og slá á létta strengi.

 

_MG_6651-36-22 _MG_6653-38-23 _MG_6728-113-58