Kynning valáfanga

Miðvikudaginn 7. desember kynntu kennarar sem kenna valfög eftir áramót valáfangana fyrir nemendum.  Kynningin fór fram í Fjallasal kl. 13:10 á valtíma nemenda.  Áfangarnir sem eru 15 talsins eru bæði fjölbreyttir og innihaldsríkir og fylgdust nemendur af miklum áhuga með kynningunum.

Eftirfarandi valáfangar voru kynntir:
Stuttmyndagerð,  Umferðafræði, Liðleiki & styrkur, Litun og prent, Útivist og hreyfing, Spilavinir, Nýsköpun, Klikkaðar kenningar & heimspeki, Boltaíþróttir, Heimilisfræði, Táknmál, Leiklist, Málmsmíði, Skák og Spænska.

Eftir kynninguna fengu nemendur valblað sem þau skila til Guðfinnu ritara.

Því fyrr sem þau skila því betra en við settum 19. desember sem lokaskilafrest.