SNAG-Golf í íþróttum

Það er ávallt líf og fjör í íþróttasalnum þegar börnin mæta í íþróttatímana sína. Þar spreyta börnin sig til dæmis í leikjum, ýmis konar æfingum og fara í íþróttagreinar. Markmiðið er að þau fái góða hreyfingu í tímunum og m.a. efli þol, styrk, liðleika og félagsþroska, ásamt því að börnin kynnist sem flestum íþróttagreinum.

Síðustu vikurnar hafa börnin fengið að prófa SNAG sem er skylt við hefðbundið golf. Það er hannað með það í huga að hafa einfaldan búnað og þarfnast ekki mikils svæðis og hentar því vel fyrir kennslu hjá börnunum í íþróttasalnum. Golfið mæltist vel fyrir hjá börnunum sem skemmtu sér konunglega og var þetta góð viðbót við kennslu íþróttagreina. Golfklúbbur Selfoss lánaði skólanum SNAG settið og færir skólinn þeim bestu þakkir fyrir afnotin.