Kynningafundir

Þessa dagana hafa umsjónarkennarar Sunnulækjarskóla haldið kynningafundi fyrir foreldra. Okkur þótti fyrirkomulag kynningafunda undanfarinna ára vera orðið nokkuð staðnað og reyndum því að breyta svolítið til þetta árið.

Margt var gert til að létta fundina og gera þá áhugaverðari. Til dæmis höfum við aukið þátttöku nemenda í fundunum, í sumum tilfellum falið þeim að kynna einstaka þætti skólastarfsins en í öðrum að búa til boðskort eða taka þátt í undirbúningi á annan hátt.  Gott væri að heyra frá foreldrum hvað þeim hefur fundist um þessa nýbreytni.  Ábendingar má gjarnan senda á netfang skólans sunnulaekjarskoli@sunnulaekjarskoli.is.

Meðfylgjandi eru myndir frá foreldrafundi í 7. bekk

008 001 006