Laus störf við Setrið

Sérdeild Suðurlands
Setrið Sunnulækjarskóla

Við sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla á Selfossi vantar kennara og þroskaþjálfa til starfa.

Sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla, er deild í Sunnulækjarskóla sem starfar á grundvelli þjónustusamnings milli Sveitarfélagsins Árborgar, Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.

Hlutverk sérdeildar er að veita nemendum með sérþarfir á Suðurlandi, fjölbreytt nám í hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu, í samvinnu við heimaskóla.

Sérdeild Suðurlands veitir jafnframt kennslufræðilega ráðgjöf til starfsfólks skóla og foreldra á Suðurlandi vegna nemenda með sérþarfir sem stunda nám í sínum heimaskólum.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu deildarinnar http://setrid.sunnulaek.is/

Starfsvið:

  • Kennsla og þjálfun með hliðsjón af aðlagaðri skólanámskrá
  • Áætlanagerð og nemendaumsjón
  • Teymisvinna og teymiskennsla

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennsluréttindi eða BA próf í þroskaþjálfafræðum og starfsleyfi sem þroskaþjálfi
  • Viðbótarmenntun og reynsla í starfi með nemendum með sérþarfir er æskileg
  • Góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum
  • Lausnamiðuð viðhorf og jákvæðni
  • Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar

Umsóknarfrestur er til 24. apríl 2018.

Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Kristínu Björk Jóhannsdóttur, deildarstjóra kristinbj@sunnulaek.is og Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@sunnulaek.is eða Sunnulækjarskóli, Norðurhólum 1, 800 Selfoss.