Sunnulækjarskóli á verðlaunapall

Í gær tók Sunnulækjarskóli þátt í skólahreysti í fimmta sinn.  Okkur hefur aldrei gengið eins vel og nú náði lið skólans besta árangri hingað til og hreppti  3. sæti í Suðurlandsriðlinum. 

Krakkarnir stóðu sig frábærlega og voru sér og skólanum til mikils sóma.  Sama er að segja um hið frábæra stuðningslið sem fylgdi liðinu.  

Liðið skipuðu Guðrún Óskarsdóttir, Kolbrún Eva Aradóttir, Arnór Daði Jónsson, Rikharð Atli Oddson, Gabríel Werner Guðmundsson og Ásdís Ágústsdóttir.  

Guðrún gerði sér lítið fyrir og vann armbeygjukeppnina með glæsibrag, Arnór jafnaði okkar besta árangur í upphífingum og þau Rikharð og Kolbrún náðu okkar besta árangri í hraðaþrautinni.   

Þeir sem skipuðu keppnislið skólans unnu undankeppni sem haldinn var í Sunnulækjarskóla í nóvember.  Þau nýttu tímann fram að keppni vel til þess að æfa sig sem skilaði það okkur þessum góða árangri.

Til hamingju með þennan frábæra árangur krakkar. Þið eruð góðar fyrirmyndir fyrir framtíðarkeppendur Sunnulækjarskóla í skólahreysti.