Lokun skóla vegna sóttvarna

Eins og lesa má á heimasíðu Heilbrigðisráðuneytis er grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum lokað frá og með 25. mars og þar til hefðbundið páskafrí tekur við.

Starfsemi Sunnulækjarskóla fellur því niður fram yfir páskaleyfi.

Unnið er að reglum um fyrirkomulag skólahalds að loknu páskaleyfi og verða þær upplýsingar sendar foreldrum um leið og þær liggja fyrir.