Nemendur 1. bekkja í endurskinsvestum

Nemendur 1. bekkja fengu afhend endurskinsvesti til eignar sl. föstudag en foreldrafélag Sunnulækjarskóla gefur vestin. Endurskinsvestin eru merkt hverju barni og kemur gjöfin sér afar vel. Við kunnum foreldrafélagi skólans bestu þakkir fyrir og hvetjum foreldra til að að tryggja að vestin verði notuð sem allra mest.