Norden for alle í Sunnulækjarskóla

Norden for Alle er gagnvirkt kennsluferli sem fer fram á netinu, og leggur áherslu á Norðurlöndin og nágrannatungumálin. Með Norden for Alle þróum við heim, þar sem nemendur frá öllum Norðurlöndunum hafa samskipti við hvert annað á dönsku, norsku, færeysku og sænsku.
Í ár tekur 10. bekkur þátt í verkefninu ásamt tveimur stúlkum úr 9. bekk sem eru í sænskunámi. Í dag, 17. Janúar, var fyrsti samtalsdagurinn. Til að eiga samtal nýtum við hina mörgu möguleika internetsins og látum nemendur okkar vinna saman að verkefnum þvert á landamæri. En Norden for Alle snýst ekki eingöngu um nágrannatungumálin heldur einnig um sögu, menningu og náttúru Norðurlandanna og síðast en ekki síst um nemendur og daglegt líf þeirra í Norðurlöndunum. Undirbúningur að verkefninu Norden for Alle hófst haustið 2022. Næstu samtalsdagar eru, 31. janúar og 1. febrúar.
Verkefnið heitir Plant, høst og spis og fjallar um sjálfbæra þróun í héraði. Í verkefninu fá nemendur að kynnast ræktun fæðu í hinum Norðurlöndunum og fá tækifæri til að kynna hvað er ræktað hérlendis. Ásamt þessu kynnast þau öðrum nemendum, hvaðan þeir koma og þeirra löndum og skólum.
Næsta verkefni er að undirbúa vinnuna á komandi samtalsdögum. Sem dæmi fá íslensku krakkarnir kannski helminginn af einu verkefni og sænskir krakkar hinn helminginn. Til að ná að leysa verkefnið þurfa nemendur að tala saman og hjálpast að í gengum samræður.
Norden for Alle er þróað af Norden Online. Verkefnið er fjármagnað af Nordplus (under Nordisk Råd)
Það var afar ánægjulegt að fylgjast með samtölum krakkanna í dag. Þau fóru langt fram úr okkar og þeirra eigin væntingum og voru skólanum til sóma. Það voru því brosandi og stolt ungmenni sem fóru héðan eftir góðan dag.
Bestu kveðjur
Kolbrún og Anna Þórný dönskukennarar 10. bekkjar.