Nýnemar í heimsókn

Í dag komu væntanlegir nýnemar Sunnulækjarskóla í heimsókn.  Tekið var manntal og allir boðnir velkomnir.  Síðan var gengið um skólann og nýnemarnir kynntu sér aðstæður á nýjum vinnustað.  Margt var skemmtilegt og margt forvitnilegt og um margt var spurt.  Að endingu var þó niðurstaðan að það væri gaman í skólanum og að þar væri skemmtilegt að vera.