Páskaeggjabingó í Sunnulækjarskóla

Fimmtudagskvöldið 29. mars héldu tenglar í 10. bekk páskaeggjabingó.

Bingóið sem er liður í fjáröflun í ferðasjóð 10. bekkjar tókst einstaklega vel.

Húsfyllir var og setið í öllum tröppum, á kollum og stólum. Við þökkum foreldrum fyrir einstaklega góða þátttöku.