Nýtt borðtennisborð í Fjallasal

Í morgun komu tveir fulltrúar foreldrafélags Sunnulækjarskóla færandi hendi með nýtt borðtennisborð.  Gamla borðið var orðið laskað af mikilli notkun og því kemur gjöfin að góðum notum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa foreldrafélagsins, Óskar og Hönnu Rut ásamt Kristni Gamalíel sem aðstoðaði við samsetningu og skólastjóra.