Opinn forvarnafundur í Fjallasal


Miðvikudaginn 23. nóvember verður foreldrafundur kl. 20:00 í Sunnulækjarskóla. Þar verður sérstaklega rætt um skaðsemi og kostnað munn- og neftóbaksneyslu.

Hallur Halldórsson tannlæknir mætir á fundinn og fjallar um skaðsemi slíkrar neyslu fyrir tennur og tannhold og gerir grein fyrir viðgerðarkostnaði.

Á fundinum verður einnig farið í helstu forvarnarmálin sem brenna á okkur og foreldrum gefinn kostur á að koma með ábendingar og spurningar til forvarnarhóps Árborgar.

Þá er netfréttabréf forvarnarhóps sveitarfélgasins komið út og má nálgast hér.