Vinaheimsóknir í Sunnulækjarskóla


Í Sunnulækjarskóla eru skipulögð vinatengsl milli yngri og eldri nemenda.  Í vetur notuðum við dag gegn einelti til að hefja það verkefni.  Þessa dagana eru vinabekkirnir að gera margt skemmtilegt til að gleðja vini sína.

Nemendur í 7. bekk buðu vinum sínum í 2. bekk í heimsókn í heimilisfræðitíma og buðu upp á vöfflur með sultu og rjóma og kakó. 

Vinirinir glöddust saman og áttu skemmtilega stund.