Íslandsmót iðn- og verkgreina

 

Dagana 6. – 8. mars fer fram Íslandsmót iðn- og verkgreina í Kórnum í Kópavogi. Íslandsmótinu er fyrst og fremst ætlað að kynna iðn- og verkgreinar fyrir ungu fólki og vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í námi og störfum í iðngreinum. Keppt verður í 23 greinum og því margt að skoða. Auk keppninnar verða sýningar á margvíslegum iðn- og verkgreinum og einnig atriði á sviði. Grunnskólanemendur verða boðnir sérstaklega velkomnir og þeim og öðrum gestum gefinn kostur á að prófa ýmislegt spennandi undir handleiðslu fagfólks. Ratleikur verður um svæðið og verða verðlaun fyrir rétt svör dregin út í lok hvers dags.

Fimmtudaginn 6. mars n.k. verður hópferð með 9. og 10. bekkinga frá öllum grunnskólum sveitarfélagsins á Íslandsmótið.  Lagt verður af stað um kl 11:00 og komið til baka um kl 15:00.

Nánari upplýsingar um Íslandsmótið má sjá í meðfylgjandi auglýsingu.