Pétur Már, nemandi Sunnulækjarskóla, sigraði skólaþríþraut FRÍ

 

Undankeppni í skólaþríþraut fór fram í íþróttatímum hjá 6. og 7. bekk Sunnulækjarskóla þar sem mældur var árangur í kúluvarpi, hástökki og 100 m spretthlaupi og voru það heildarstigin úr þrautunum þremur sem gilti. 16  krakkar af hvoru kyni og í hvorum árgangi um land allt voru svo valin til keppni í úrslitakeppninni og voru það fjórir krakkar úr Sunnulækjarskóla sem unnu sér rétt til þess. Tveir af þeim mættu til leiks í frjálsíþróttahöllina í Laugardal, laugardaginn 4. maí og stóðu sig frábærlega.

Kolbrún Edda Björnsdóttir í 6. bekk Sunnulækjarskóla var að stíga sín fyrstu spor í frjálsum og sýndi frábæra takta. Hún náði öðru sæti í tveimur greinum, í hástökki þar sem hún sveif yfir 1,25 m og í kúlu sem hún kastaði 8,61m og endaði Kolbrún í 5. sæti í heildarstigakeppninni. Kolbrún hljóp svo í Selfosssveit í boðhlaupi (4x200m) með þremur sprækum stúlkum úr Vallaskóla og voru þær fyrstar í mark.

Pétur Már Sigurðsson nemandi í 7. bekk kom sá og sigraði sinn aldurshóp, hann náði fyrsta sæti í hástökki og kúluvarpi. Hann stökk 1,50m í hástökki og kastaði 10,44 m í kúluvarpi og varð svo þriðji í 60 m spretthlaupi á tímanum 8,74 sek. Pétur fékk að launum gjafabréf í frjálsíþróttaskólann sem haldin verður um land allt í sumar og einnig fékk hann sælkeramáltíð á Lemon. Stórglæsilegur árangur, til hamingju bæði tvö!!

IMG_1040
Kolbrún Edda Björnsdóttir með hlaupasveitinni