Ritunarsamkeppni í 10. bekk

Ritunarsamkeppni var nýlega haldin í 10. bekk í íslensku og stóðu nemendur sig með prýði. Elísa Rún Siggeirsdóttir varð hlutskörpust með söguna „Logi í beinni“, í öðru sæti var Arndís María Finnsdóttir með „Hvítan kjól“ og þriðja sætið hlaut Ragna Fríða Sævarsdóttir með söguna „Grænn“.