Samfélagslögreglan og farsælt samfélag – Súpufundur 19. mars nk. í Stekkjarskóla

Forvarnarteymi Árborgar í samstarfi við Lögregluna á Suðurlandi og Fjölskyldusvið Árborgar
býður til súpufundar þriðjudaginn 19.mars kl. 19:00 í Stekkjaskóla.

Þema fundarins er velferð og farsæld í nútímasamfélagi.

Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að hafa velferð og farsæld barna og ungmenna að leiðarljósi.
Með auknu samstarfi á milli þjónustukerfa getum við enn frekar stutt við velferð fjölskyldna í samfélaginu okkar.

Dagskrá
Kl. 19:00 Hvernig getur samfélag stutt við farsæld barns – kynning frá Fjölskyldusviði Árborgar.
Kl. 19:45 Boðið upp á súpu og kaffihressingu
Kl. 20:00 Hlutverk lögreglunnar – kynning frá samfélagslögreglunni á Suðurlandi um áskoranir í nútíma samfélagi
og hlutverk lögreglunnar þegar kemur að farsæld.
Kl. 21:00 Dagskrárlok.

Við vonumst eftir því að sjá sem flesta.

Góðar kveðjur úr Sunnulækjarskóla