Skólablak

Sunnulækjarskóli tók þátt í skólablakmóti sem Blaksamband Íslands stóð fyrir í samstarfi við UMFÍ, ÍSÍ og Evrópska Blaksambandið. Markmiðið með verkefninu var  kynna blakíþróttina fyrir krökkum og kennurum og auka sýnileika hennar á landsvísu. Það voru nemendur í 6. bekk sem fóru í Lindexhöllina, lærðu takta af landsliðsmönnum og spiluðu blak. Áhugavert og skemmtilegt verkefni sem nemendur höfðu gaman af.