Fréttasafn
Fréttir frá Sunnulækjarskóla
Röskun á skólahaldi og íþróttastarfi í Árborg vegna vegna aftakaveðurs
Þar sem Ríkislögreglustjóri hefur líst yfir óvissustigi á landinu vegna spár um aftakaveður eru íbúar Árborgarar vinsamlegast beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum í fjölmiðlum og vera í góðu sambandi við starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila vegna mögulegrar röskunar […]
Lesa Meira >>Laus störf við skólann
Við Sunnulækjarskóla á Selfossi er laus staða umsjónarkennara í 5. bekk. Í skólanum eru um 710 nemendur og þar er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu […]
Lesa Meira >>Rúmfræði og hönnun
Nemendur 10.bekkjar unnu verkefni í tengslum við kaflann um rúmfræði og hönnun. Þeir fengu pappir og límband og áttu að hanna og búa til líkan í þrívíðu formi. Nemendur reiknuðu rúmmál líkansins og skiluðu skýrslu. Þau stóðu sig einstaklega vel […]
Lesa Meira >>Skreytingardagur
Föstudagurinn 29. nóvemer var vel nýttur til skreytingar á skólahúsnæðinu. Allir lögðu sitt af mörkum, skólinn var skreyttur hátt og lágt og útkoman var glæsileg. Margir foreldrar komu og skoðuðu vinnu barnanna og gaman var að sjá hversu vel vinabekkirnir […]
Lesa Meira >>Heimsókn Hreystivals í Crossfit Selfoss
Í síðustu viku fóru krakkarnir í Hreystivali í heimsókn í Crossfit Selfoss. Þar fengu þau stutta kynningu á starfseminni sem er þar og tóku góða æfingu. Það var vel tekið á móti okkur og krakkarnir voru til fyrirmyndar.
Lesa Meira >>Skákmót fyrir krakka á grunnskólaaldri laugardaginn 23. nóvember
Skákmót fyrir krakka á grunnskólaaldri verður haldið á Hótel Selfossi laugardaginn 23. Nóv. (á morgun). Áætlaður mótstími er frá 10:30-12:30 Mótið er opið öllum krökkum á grunnskólaaldri. Veitt verða verðlaun fyrir þrjá aldursflokka; 16 ára og yngri, 12 ára og yngri, […]
Lesa Meira >>Ævar vísindamaður í heimsókn
Ævar Þór kom í Sunnulækjarskóla 12. nóvember sl. og las fyrir nemendur í 4. – 7. bekk upp úr nýrri bók sinni sem var gefin út hjá Forlaginu og heitir ÞINN EIGIN TÖLVULEIKUR. Þetta er sjötta bókin í ,,Þín eigin“-bókaröðinni. Þinn eigin tölvuleikur er […]
Lesa Meira >>Endurskinsvesti afhent í 1. bekk Sunnulækjarskóla
Foreldrafélag Sunnulækjarskóla afhenti fyrir nokkru, börnum í 1. bekk endurskinsvesti með nöfnum þeirra á. Lögreglumenn frá Lögreglunni á Suðurlandi mættu í skólann þegar nemendur fengu vestin afhend og fóru yfir hversu mikilvægt það er að sjást vel í umferðinni.
Lesa Meira >>Jól í skókassa
Síðustu ár hafa verið góðgerðardagar í byrjun desember í Sunnulækjarskóla. Í þetta sinn verða þeir síðar á skólaárinu og því langaði kennurunum að gera eitthvað annað góðverk með bekknum fyrir jólin. Fyrir nokkru kynntu umsjónarkennarar fyrir 7. bekk verkefnið Jól […]
Lesa Meira >>8. nóvember – Baráttudagur gegn einelti
Í tilefni af Baráttudegi gegn einelti var haldin vinasöngstund í Fjallasal skólans þar sem sungin voru nokkur falleg lög sem tengjast vináttu og kærleik. Við það tækifæri samþykktu nemendur eineltisyfirlýsingu Sunnulækjarskóla með handauppréttingu. Þar hafa þeir sett sér markmið um […]
Lesa Meira >>Boðskort
Verið velkomin í Listasafn Árnesinga fimmtudaginn 31. október kl. 17:00 Nemendur úr 3. bekk við Sunnulækjarskóla Selfossi sýna sviðsmynda- og sprettibækur sem unnin eru út frá sýningunni Einu sinni var… þar sem sjá má listaverk Ásgríms Jónssonar sem byggja á […]
Lesa Meira >>