Fréttasafn

Fréttir frá Sunnulækjarskóla

Ævar vísindamaður í heimsókn

13. nóvember 2019

Ævar Þór kom í Sunnulækjarskóla 12. nóvember sl. og las fyrir nemendur í 4. – 7. bekk upp úr nýrri bók sinni sem var gefin út hjá Forlaginu og heitir ÞINN EIGIN TÖLVULEIKUR. Þetta er sjötta bókin í ,,Þín eigin“-bókaröðinni. Þinn eigin tölvuleikur er […]

Lesa Meira >>

Endurskinsvesti afhent í 1. bekk Sunnulækjarskóla

11. nóvember 2019

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla afhenti fyrir nokkru, börnum í 1. bekk endurskinsvesti með nöfnum þeirra á. Lögreglumenn frá Lögreglunni á Suðurlandi  mættu í skólann þegar nemendur fengu vestin afhend og fóru yfir hversu mikilvægt það er að sjást vel í umferðinni.

Lesa Meira >>

Jól í skókassa

11. nóvember 2019

Síðustu ár hafa verið góðgerðardagar í byrjun desember í Sunnulækjarskóla. Í þetta sinn verða þeir síðar á skólaárinu og því langaði kennurunum að gera eitthvað annað góðverk með bekknum fyrir jólin. Fyrir nokkru kynntu umsjónarkennarar fyrir 7. bekk verkefnið Jól […]

Lesa Meira >>

8. nóvember – Baráttudagur gegn einelti

8. nóvember 2019

Í tilefni af Baráttudegi gegn einelti var haldin vinasöngstund í Fjallasal skólans þar sem sungin voru nokkur falleg lög sem tengjast vináttu og kærleik. Við það tækifæri samþykktu nemendur eineltisyfirlýsingu Sunnulækjarskóla með handauppréttingu.  Þar hafa þeir sett sér markmið um […]

Lesa Meira >>

Boðskort

28. október 2019

Verið velkomin í Listasafn Árnesinga fimmtudaginn 31. október kl. 17:00 Nemendur úr 3. bekk við Sunnulækjarskóla Selfossi sýna sviðsmynda- og sprettibækur sem unnin eru út frá sýningunni Einu sinni var… þar sem sjá má listaverk Ásgríms Jónssonar sem byggja á […]

Lesa Meira >>

Lag mánaðarins

28. október 2019

Í hverjum mánuði í vetur ætlar Sunnnulækjarskóli að titla eitt lag sem lag mánaðarins. Í október hafa nemendur og starfsfólk verið að vinna með Ísland er land þitt. Tónmenntar og myndmenntarhópar í 4. bekk hittust og unnu saman skemmtilegt verkefni […]

Lesa Meira >>

Forvarnardagur Árborgar 2019

25. október 2019

Miðvikudaginn 2. október síðastliðinn fór Forvarnardagur Árborgar fram í 6. skiptið. Forvarnardagurinn er haldinn á landsvísu fyrsta miðvikudag október ár hvert en grunnskólarnir þrír í Árborg hafa haldið sérstaklega upp á daginn með því að setja upp dagskrá hannaða af […]

Lesa Meira >>

Gönguferð um Reykjadal

16. október 2019

Síðastliðinn fimmtudag fór hópur af krökkum í Hreystivali í gönguferð. Farið var með rútu og var ferðinni heitið inn í Reykjadal. Við gengum um fallegt landslag upp að laugunum og útsýnið yfir Flóann var stórkostlegt. Þar fóru margir ofan í […]

Lesa Meira >>

Haustfrí

15. október 2019

Við minnum á að fimmtudagur og föstudagur í þessari viku, 17. og 18. október, eru haustfrísdagar í Sunnulækjarskóla.  Því mæta nemendur ekki í skólann þessa daga. Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundaskrám mánudaginn 21. október.

Lesa Meira >>

Heimsókn á Listasafn Árnesinga

2. október 2019

Í dag þriðjudag fór 3. bekkur í heimsókn á Listasafn Árnesinga í Hveragerði og kíkti á sýninguna Einu sinni var… Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Sýningin byggir á Þjóðsögum Jóns Árnasonar og myndlýsingum Ágríms Jónssonar. Heimsóknin er hluti af samstarfi grunnskóla í […]

Lesa Meira >>

Ólympíuhlaupið í Sunnulækjarskóla

6. september 2019

Þriðjudaginn 3. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla Ólympíuhlaupið (áður Norræna Skólahlaupið). Hringurinn sem var farin er 2,5 km og gátu nemendur valið um 1-4 hringi. Nemendur réðu sinni vegalengd og hraða, fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að […]

Lesa Meira >>

Skákkennsla grunnskólabarna

4. september 2019

Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg, Skákskóla Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á laugardögum frá kl. 11.00–12.30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands. Alls […]

Lesa Meira >>