Skreytingardagur

Föstudagurinn 29. nóvemer var vel nýttur til skreytingar á skólahúsnæðinu. Allir lögðu sitt af mörkum, skólinn var skreyttur hátt og lágt og útkoman var glæsileg.  Margir foreldrar komu og skoðuðu vinnu barnanna og gaman var að sjá hversu vel vinabekkirnir unnu saman.  Einnig var mjög gaman að sjá hversu margir voru með jólasveinahúfur, klæddir í jólapeysur, eða einhverja rauða flík.

Fyrr um morgunin var söngstund haldin þar sem nemendur og starfsfólk sungu jólalög og önnur lög af hjartans lyst og söngurinn ómaði um allan skólann svo vel var undir tekið.