Skreytingardagur

Föstudaginn 26. nóvember verður skreytingadagur. Þá mun öll hefðbundin kennsla (þ.m.t. íþróttir og verkgreinar) verða lögð til hliðar. Nemendur vinna á stöðvum en í boði verður m.a. föndurstöð, spila- og leikjastöð, íþróttastöð og stílistastöð, en nemendur á þeirri stöð bera ábyrgð á að skreyta skólann þennan dag.


 


 

Af þessu tilefni bjóðum við þeim foreldrum sem hafa tök á, að koma og vera með okkur þennan dag og aðstoða við vinnuna. Þeir sem ekki hafa tök á að vera með okkur allan daginn eru velkomnir til að kíkja við og aðstoða í skemmri tíma yfir daginn.

Nánari upplýsingar má lesa hér.