Nemendur í 8.- 10. bekk héldu árvisst smákökumaraþon í skólanum 8. desember sl. með dyggri aðstoð foreldra og kennara. Nemendafélagið skipuleggur viðburðinn en María Maronsdóttir, heimilisfræðikennari, hefur yfirumsjón með bakstri og reglusemi í eldhúsinu.
Afraksturinn var svo gefinn til góðra málefna í Árborg og voru um 200 smákökupokar afhentir kirkjunni og um 100 pokar á Grænumörk.