Nemendur Sunnulækjarskóla ná góðum árangri í stærðfræðikeppninni BEST.
Í vetur hafa nemendur í 9. bekkjum Sunnulækjarskóla tekið þátt í stærðfræðikeppninni BEST (áður KappAbel).
BEST (Bekkirnir keppa í stærðfræði) er opið öllum 9. bekkjum á Íslandi og í Noregi og jafnöldrum þeirra í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, en þeir eru í 8. bekk í sínum löndum. Keppendur eru bekkir en ekki einstaklingarnir innan þeirra.
Nú er 1. og 2. lotu keppninnar lokið og hefur nemendurm Sunnulækjarskóla gengið mjög vel. Svo vel að nú er 9. GHG kominn í undanúrslit en einungis 11 bekkir á landinu hafa ná svo langt að þessu sinni.
Nú taka því við undanúrslit þar sem bekkurinn mun vinna að bekkjarverkefni um stærðfræði og orku og senda síðan lið í undanúrslit þar sem keppt er um hverjir fá að keppa fyrir Íslands hönd í lokakeppninni í vor.