Starfsdagur og foreldradagur 4. og 5. febrúar

Mánudagurinn 4. febrúar og þriðjudagurinn 5. febrúar eru starfsdagur og foreldradagur í Sunnulækjarskóla.

Þá daga mæta foreldrar með börnum sínum í viðtal.

Foreldraviðtölin eru tileinkuð líðan nemenda, sjálfsmati gagnvart námi og félagslegri stöðu og farið yfir stöðu námsárangurs nemenda við annarskilin.

Efni viðtalanna:

Líðan nemandans og félagsleg staða, farið yfir það helsta sem kemur fram í sjálfsmati nemandans. .

Námsleg staða, hvernig gengur að tileinka sér markmiðin í öllum námsgreinum, lestrarstaða, heimanám, næstu markmið sem einblínt verður á.

Styrkleikar nemandans, hverjir eru þeir og hvernig nýtast þeir í náminu.