Suðurlandsmeistarar í skák

Sunnulækjarskóli tók þátt í Suðurlandsmóti grunnskóla í skák sem fram fór í Fischer-setrinu hér á Selfossi föstudaginn 25. janúar. Keppt var í yngri (1.-5. bekk) og eldri flokki (6.-10. bekk). Sunnulækjarskóli sendi tvö lið í yngri flokki og eitt lið í eldri flokki á mótið. Öll liðin stóðu sig frábærlega og sigraði yngra lið a mótið með nokkrum yfirburðum og yngra b varð í 4. sæti. Eldra liðið varð í 5. sæti. Aldeilis flottur árangur hjá efnilegum skákmönnum skólans.

Yngra lið a: Sæþór Ingi Sæmundarson, Arnar Bjarki Jóhannsson, Jón Þórarinn Hreiðarsson og Þórir Ísak Steinþórsson.

Yngra lið b: Adam Máni Valdimarsson, Gabríel Sigþórsson, Marteinn Maríus Marinósson og Hrafnar Jökull Kristinsson.

Eldra lið: Patrekur Máni Jónsson, Fannar Smári Jóhannsson, Guðfinnur Flóki Guðmundsson og Konráð Ingi Finnbogason.