Fimmtudagurinn 4. febrúar og föstudagurinn 5. febrúar eru starfsdagur og foreldradagur í Sunnulækjarskóla samkvæmt skóladagatali. Foreldraviðtölin eru tileinkuð námslegri stöðu, sjálfsmati gagnvart námi og líðan nemenda.
Öll kennsla fellur niður og vegna smitvarna munu viðtölin fara fram rafrænt í gegnum forritið Teams á sama hátt og síðast.
Í viðhengjunum eru nánari upplýsingar um viðtölin og leiðbeiningar um hvernig á að tengjast fundinum.
Mikilvægt er að vera búin að kynna sér það áður en viðtalstíminn hefst.