Leynigestur í 7. bekk
Nú er lokið skemmtilegu lestrarátaki í 7.bekk sem hefur staðið yfir í 5 vikur. Nemendur lásu heima og fengu jólakúlur til að hengja á jólatré í stofunni okkar fyrir ákveðinn fjölda blaðsíðna. Rúsínan í pylsuendanum var lestrarhátíðin þar sem leynigesturinn, Gunnar Helgason, las upp fyrir þau úr nýútkominni bók sinni „Rangstæður í Reykjavík“ og kynnti fyrri […]
Sunnulækjarskóli í jólaskapi
Nemendur og starfsmenn skólans eru búnir að klæða hann í jólabúning og hefð er fyrir því að hafa jólasöngstundir í Fjallasal í desember. Myndirnar hér eru frá fyrstu söngstundinni okkar á skreytingardaginn sem var 29. nóvember. Það var einnig rauður dagur hjá okkur og margir skörtuðu þessum fínu jólasveinahúfum.
Smákökubakstur í Sunnulækjarskóla
Það er árlegur viðburður að nemendur í 8.-10. bekk skólans mæta utan skólatíma og baka smákökur undir stjórn heimilisfræðikennara með aðstoð sjálfboðaliða úr hópi foreldra. Afrakstur bakstursins er svo gefinn víðsvegar um bæinn. Í ár var slegið algjört met í kökubakstrinum og bakaðar rúmlega 7000 smákökur.
Heimsókn frá Amnesty International
Fimmtudaginn 21. nóvember s.l. fengu nemendur í 9. og 10. bekk heimsókn frá Amnesty International sem kynnti samtökin og það mikilvæga starf sem að þau eru að vinna í þágu mannréttinda. Krakkarnir fengu það verkefni að búa til samfélag sem verndaði réttindi þegnanna en máttu aðeins búa til þrjár reglur og þurftu að rökstyðja […]
7. ÁT kynnir Lúxushótel ÁT
Föstudaginn 22. nóvember voru nemendur í 7.ÁT með opnunarhátíð á hótelinu sínu sem eftir nafnasamkeppni hlaut nafnið Lúxushótel ÁT. Undanfarnar vikur hafa þau verið að vinna að stofnun hótelsins og verkefnin verið mjög fjölbreytt. Farið var yfir hvaða störf eru á hótelum, nemendur gerðu starfslýsingar og fóru í atvinnuviðtöl. Síðan var skipað í hópa eftir starfsumsóknum og eftirfarandi verkefni […]