Viðurkenning fyrir þátttöku í Ólympíuhlaupi ÍSÍ
Skólanum barst í vikunni viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í Ólympíuhlaupunnu. Alls tóku 609 nemendur þátt og fóru 2330 km.. Það má segja að nemendur hafi hlaupið rétt tæplega tvo hringi í kringum Ísland. Að meðaltali hljóp hver nemandi um 3,8 km. sem er vel gert.
Dagur íslenskrar náttúru
Haldið er upp á Dag íslenskrar náttúru þann 16. september og hefur það verið gert árlega frá árinu 2010 en þá var ákveðið að tileinka íslenskri náttúru sérstakan heiðursdag til að undirstrika mikilvægi hennar. Að því tilefni unnu nemendur í 7. bekk skemmtilegt verkefni úti í náttúrunni þar sem nemendur unnu með náttúrulegan efnivið til […]
Ólympíuhlaupið í Sunnulækjarskóla
Miðvikudaginn 7. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla Ólympíuhlaupið og hófu um leið átakið Göngum í skólann sem hófst þennan dag og stendur til 5. október, og er hugsað til að hvetja fólk til að nota virkan ferðamáta og ferðast á öruggan hátt. Hringurinn í Ólympíuhlaupinu er 2,5 km og gátu nemendur valið um 1-4 hringi. Nemendur […]
Fræðsluerindi fyrir forráðamenn nemenda í 5. bekk
Fræðsluerindi fyrir forráðamenn nemenda í 5. bekk frá Fjölskyldusviði Árborgar og Sunnulækjarskóla Þriðjudaginn 13. september kl:17:00-18:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla Dagskrá: Sunnulækjarskóli: Skólinn, teymi, opinn skóli, uppeldi til ábyrgðar og fleiri gagnlegar upplýsingar sem snúa að miðstigi. – Stjórnendateymi Sunnulækjarskóla. Þjónusta fjölskyldusviðs Árborgar: Hvernig fæ ég aðstoð? Verkferlar og vinnulag. – Heiða Ösp Kristjánsdóttir, deildarstjóri fjölskyldusviðs kynnir vinnulag. Barnið og fjölskyldan: Líðan, áhrifaþættir og lausnir. – Sigþrúður Birta Jónsdóttir og Anna Rut Tryggvadóttir frá Félagsþjónustu Árborgar. Námsefniskynning: Farið yfir praktískt mál í tengslum við námið, skipulag og fleira. – Umsjónarkennarar. Umræður og fyrirspurnir eins og tími leyfir.
Ólympíuhlaupið 7. september
Á morgun miðvikudaginn 7. september hefjum við átakið Göngum í skólann með hinu árlega Ólympíuhlaupi. Hvert stig hleypur/gengur á mismunandi tíma dagsins og er markmiðið að upplifa góða hreyfingu og útiveru. Hvetjum alla til að koma í þægilegum fatnaði fyrir þessa hressandi hreyfingu. http://www.gongumiskolann.is/