Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Heimilsfræðival

By Hermann | 16. maí 2011


Í byrjun maí fóru nemendur í heimilsfræðivali í Sunnulækjarskóla í heimsókn í Fjölbrautaskóla Suðurlands.  
Guðríður Egilsdóttir, kennari í FSu tók á móti þeim í útkennslustofunni þeirra. 
Nemendurnir grilluðum brauð og hituðu kakó og fræddust um ýmislegt varðandi útieldun.

Allir voru nemendurnir ánægðir með heimsóknina og hlakka til að hefja nám við FSu.


Bókaverðlaun barnanna 2011

By Hermann | 9. maí 2011

Nöfn þriggja nemenda sem tóku þátt í vali á vinsælustu bókinni 2011  voru dregin út úr þátttökumiðum sem söfnuðust saman hér á bókasafninu.

Sigríður Matthíasdóttir kom frá Bókasafni Árborgar og afhenti þeim bókaverðlaun fyrir þátttökuna.

Fræðslufundur um tölvufíkn

By Hermann | 5. maí 2011


Er barnið þitt flutt að heiman og inn til tölvunnar!


Foreldrafræðsla um tölvufíkn – opinn fundur í Fjallasal í Sunnulækjarskóla mánudaginn 9. maí kl. 19.30-20.45. – Molasopi í hléi.

Laus staða deildarstjóra

By Hermann | 4. maí 2011

Staða deildarstjóra stoðþjónustu er laus til umsóknar

Hjálmar á alla í 1. bekk

By Hermann | 4. maí 2011

Kiwanisklúbburinn Búrfell kom og færði öllum 1. bekkingum skólans reiðhjólahjálma að gjöf.  Þetta er í 15. sinn sem Kiwanisklúbburinn stendur fyrir slíku verkefni.  Eimskip hf. stendur að öllum kostnaði og sér um innflutning hjámanna.

Við þökkum kiwanisklúbbnum Búrfelli og Eimskip góða gjöf.