Starfsdagur og foreldradagur
Þriðjudagurinn 22. febrúar, er starfsdagur í Sunnulækjarskóla. Þennan dag munu kennarar nota til að ganga frá námsmati miðannar. Nemendur mæta því ekki í skólann þann dag.
Námsmatsblöð miðannar verða send heim með nemendum miðvikudaginn 23. febrúar og raða foreldrar námsmatinu í námsmatsmöppurnar sem þegar eru til á heimilum.
Foreldrar og nemendur mæta í viðtöl fimmtudaginn 24. febrúar. Fundarboð með nákvæmri tímasetningu viðtala verður sent heim. Nemendur mæta með foreldrum sínum í viðtölin en eru ekki í skólanum þann dag að öðru leyti.
Nemendafélagið ætlar að selja kaffi, kakó og vöfflur til styrktar félaginu. Þar sem ekki er unnt að taka við greiðslukortum biðjum við foreldra að hafa með sér lítilræði af peningum til að kaupa sér hressingu af nemendum.
Dagur stærðfræðinnar í Sunnulækjarskóla
Í 1. bekk Sunnulækjarskóla snérist dagur stærðfræðinnar um stærðfræðispil og leiki. Nemendur fóru í leiki og spiluðu Löngu vitleysu, Millu og Skrafl.
Stjörnusjónauki að gjöf
Stjörnufræðivefurinn færði Sunnulækjarskóla stjörnunsjónauka að gjöf nú í vikunni. Með sjónaukanum fylgdi einnig heimildarmyndin Horft til himins og veglegt tímarit Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.
Við þökkum kærlega fyrir höfðinglega gjöf og vonum að okkur takist með henni að vekja áhuga nemenda á geimvísindum.
Heimsókn eldri borgara í Árborg.
Við fengum góða gesti í síðustu viku fyrir jólafrí. Þá komu hér eldri borgarar í Árborg að kenna 8.bekkingum félagsvist og spila við þau. Þetta er afskaplega gott framtak og til fyrirmyndar. Eins og sjá má á myndunum vantar ekki áhugann hjá spilafólkinu.