Þemadagar í Sunnulækjarskóla 20. – 21. október 2010
Þemadagar standa nú yfir hjá okkur í Sunnulækjarskóla dagana 20. og 21. október. Á þessum dögum fræðast nemendur um umhverfið sitt og skoða það í víðum skilningi.
Skólatími þessa daga verður sem hér segir:
1. -4. bekkur: Venjulegur skólatími
5. -7. bekkur: Skóladegi lýkur kl. 12.00
8. 10. bekkur: Skóladegi lýkur kl. 12:30.
Rýmingaræfing í Sunnulækjarskóla
Í morgun æfðum við rýmingu skólahússins samkvæmt fyrirliggjandi rýmingaráætlun.
Áætlunin gerir ráð fyrir að þegar rýma þurfi húsið fylgi hver nemendahópur kennara sínum út um næsta neyðarútgang í tvöfaldri röð og safnist síðan saman á fyrirfram ákveðnum stað á skólalóðinni. 10 manna hópur starfsmanna er í hlutverki “eftirreka” sem fara yfir öll svæði skólahússins og tryggja að hvergi sé nemandi eða starfsmaður sem eftir sitji.
Náttúrufræði hjá 9.bekk
Það var líf og fjör í náttúrufræði hjá 9. bekk um daginn þegar þau voru í greiningarkeppni í náttúrufræði. Þeim var skipt í fjögur lið og áttu að greina flóru og fánu landsins.
Heimili og skóli
Heimili og skóli, landssamtök foreldra, gáfu öllum 5. bekkingum og foreldrum þeirra bækling um EINELTI.
Norræna skólahlaupið
Allir nemendur skólans tóku þátt í Norræna skólahlaupinu s.l. föstudag og stóðu sig ótrúlega vel. Tilgangur Norræna skólahlaupsins er að hvetja nemendur til að æfa hlaup og aðrar íþróttir reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.