Vegna Covid sýnatöku á morgun fimmtudag 8. október
Sýnataka vegna Covid-19 mun fara fram í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 8. október. Vegna mikils fjölda er tilteknum árgöngum nemenda boðið að koma á tilteknum tímum. Gengið verður inn um aðalinngang íþróttahússins og þaðan rakleitt inn í íþróttasal. Þar þarf að sýna strikamerki. Að lokinni sýnatöku verður gengið út um aðrar dyr á íþróttasal og um […]
Skákkennsla grunnskólabarna
Sunudaginn 20. september nk. kl. 11:00 hefst skáknámskeið fyrir grunnskólabörn í Fischersetri. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg, Skákskóla Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands hefur yfirumsjón með kennslunni. Þetta verða 10 skipti eða einu sinni í viku og þá á sunnudögum frá 11:00 – 12:30 […]