Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Hinsegin vika í Árborg

By Hermann | 26. febrúar 2024

Vikuna 26. febrúar – 1. mars fer fram hinsegin vika í Árborg. Þema vikunnar er fræðsla og sýnileiki. Það verður ýmislegt á döfinni þessa vikuna þar sem stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins eru hvött til að taka þátt með ýmsum hætti. Fyrstu bekkingum í öllum skólum Árborgar verður færð bókin „Vertu þú!“ að gjöf Bókin segir […]

Stóra upplestarkeppnin

By Hróðný Hanna Hauksdóttir | 16. febrúar 2024

Fimmtudaginn 15.febrúar var haldin bekkjarkeppni í Stóru upplestrarkeppninni í Sunnulækjarskóla.  Tólf nemendur komust áfram í undanúrslit sem verður 27.febrúar þar sem valdir verða fjórir fulltrúar frá Sunnulækjarskóla til að keppa í lokakeppninni sem verður haldin 12.mars í Vallaskóla. Sigurvegarar úr bekkjarkeppnunum eru: Ásta Kristín Ólafsdóttir, Bára Ingibjörg Leifsdóttir, Bergþóra Hauksdóttir, Birgir Árni Sigmundsson, Brynjar Bogi Halldórsson, […]

Öskudagur miðvikudaginn 14. febrúar

By Hermann | 13. febrúar 2024

Að venju verður mikið líf og fjör hjá okkur á öskudaginn. Við hvetjum nemendur og starfsmenn til að mæta í búning og gera sér glaðan dag. Sund fellur niður og skóla lýkur kl. 13:00. Skólaakstur tekur mið af breyttum tíma. Kveðja, starfsfólk Sunnulækjarskóla

Innritun í grunnskóla skólaárið 2024 – 2025

By Hermann | 6. febrúar 2024

Innritun barna sem eru fædd árið 2018 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2024 fer fram á Mín Árborg til 20. febrúar næstkomandi. Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar má finna hér á heimasíðu Árborgar

Starfsdagur og foreldraviðtöl

By Hermann | 31. janúar 2024

Kæru foreldrar og forráðamenn. Á morgun, fimmtudaginn 1. febrúar er starfsdagur og undirbúningur kennara í skólanum. Nemendur mæta því ekki í skólann á morgun. Á föstudaginn 2. febrúar eru foreldraviðtöl hjá okkur og þá mæta nemendur með foreldrum í skólann. Hefðbundið skólastarf hefst svo að nýju mánudaginn 5. febrúar Kveðja, Starfsfólk Sunnulækjarskóla