Skólaslit og útskrift 10. bekkjar
Skólaslit verða fimmtudaginn 6. júní. Athöfnin verður í þrennu lagi. kl. 09:00 skólaslit 1. – 4. bekkur kl. 11:00 skólaslit, 5. – 9. bekkur kl. 15:00 útskrift, 10. bekkur Við hvetjum foreldra til að koma með börnum sínum á skólaslitin og útskriftina.
Starfsdagur 31. maí
31. maí nk. er starfsdagur í Sunnulækjarskóla og er skólinn því lokaður þann dag.
Innritun í grunnskóla skólaárið 2019−2020
Innritun barna sem eru fædd árið 2013 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2019 fer fram 20. febrúar−4. mars næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt í viðkomandi grunnskóla og frístundaheimili inni á Mín Árborg á arborg.is eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu. Þeim umsóknum á að […]
Sumarlestur í Sunnulækjarskóla
Á sumrin minnkar oft lestrarfærni nemenda ef hún er ekki þjálfuð. Af því tilefni verður efnt til lestrarátaks í sumarfríinu. Átakið gengur út á að allir nemendur sem lesa a.m.k. eina bók í sumar mega skila inn miða á bókasafnið í upphaf haustannarinnar. Úr miðunum verða svo dregnir út vinningshafar. Eins og sjá má í […]
Heimsókn Íslandsmeistaranna
Íslandsmeistarar Selfoss í handbolta komu við í Sunnulækjarskóla í dag til að þakka fyrir stuðninginn, en eins og alþjóð veit þá unnu þeir glæstan sigur í gær gegn Haukum í 4. úrslitaleik íslandsmeistaramótsins. Þeir gáfu sér góðan tíma til að tala við nemendurna og veittu eiginhandaráritanir í gríð og erg. Einnig árituðu þeir Selfosstreyju sem hengd […]