Afrakstur góðgerðadaga
Í morgun, að lokinni söngstund, afhentu nemendur afrakstur góðgerðadaganna. Ákveðið var að þetta árið mundu nemendur styrkja Björgunarfélag Árborgar. Afrakstur góðgerðadaganna var 1.503.274 kr. og voru það stoltir nemendur sem afhentu fulltrúum Björgunarfélagssins fullan kassa af peningaseðlum. Við þökkum öllum sem að góðgerðadögunum komu, nemendum, starfsmönnum, styrktaraðilum og síðast en ekki síst foreldrum og aðstandendum […]
Bókagjöf
Nú í vikunni bárust Sunnulækjarskóla 40 pólskar bækur að gjöf frá sveitarfélaginu. Meðal bókanna leynast margs konar bækur, unglingaskáldsögur, skemmtilegar léttlestrarbækur og fræðibækur ásamt bókum um hinn sívinsæla Kidda Klaufa.Gjöfin kemur sér afar vel fyrir alla pólskumælandi nemendur skólans og kunnum við sveitarfélaginu bestu þakkir fyrir.
Skreytingadagur í Sunnulækjarskóla
Í dag var skólinn okkar færður í jólabúning. Verkefnið hófst með samsöng í Fjallasal þar sem yfir 700 nemendur og starfsmenn komu saman og sungu jólalög. Söngstundin var vinasöngstund en það þýðir að eldri vinir sækja yngri vini og sitja með þeim í söngstundinni. Að söngnum loknum fylgdust vinirnir áfram að og tóku til við […]
Kakófundur foreldrafélagsins þriðjudaginn 27. nóvember
Þá er komið að árlegum kakófundi foreldrafélagsins þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20:00 í Fjallasal . Hann ber yfirskriftina: Núvitund fyrir pabba og mömmur – og alla sem koma að uppeldi barna. Í þessu fræðsluerindi kynnir Bryndís Jóna frá Núvitundarsetrinu hvað felst í núvitund og gildi núvitundar fyrir alla þá sem koma að uppeldi barna. Við […]