Starfsdagur og foreldradagur 5. og 6. nóv.
Þriðjudaginn 6. nóvember er foreldradagur í Sunnulækjarskóla. Þann dag mæta foreldrar með börnum sínum í viðtal. Foreldradagur að hausti er tileinkaður líðan nemenda og sjálfsmati gagnvart námi og félagslegri stöðu. Efni viðtalanna: Líðan nemandans og félagsleg staða, farið yfir það helsta sem kemur fram á sjálfsmati nemandans. Námsleg staða, hvernig gengur að tileinka sér markmiðin […]
Alþjóðlegi bangsadagurinn
Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27. október ár hvert. Hann er haldinn hátíðlegur í fjölmörgum leik- og grunnskólum og á bókasöfnunum. Saga dagsins er á þá leið að Theodore (Teddy) Roosevelt fyrrum forseti Bandaríkjanna var eitt sinn á veiðum ásamt veiðifélögum sem allir höfðu náð að skjóta dýr en hann ekki. Félagar hans og hundar eltu uppi björn […]
Einar Kárason í heimsókn
Nemendur í 10. bekk fengu Einar Kárason rithöfund í heimsókn í dag. Einar skrifaði bókina Djöflaeyjan sem nemendur eru að lesa þessa dagana. Hann sagði frá tilurð sögunnar, af hverju áhugi hans kviknaði á þessu efni og hvernig bókin varð til. Einnig ræddi hann einstaka persónur í sögunni og hvernig margar þeirra eiga sér […]
Starfsdagur og haustfrí
Vegna haustþings kennara á Suðurlandi verður starfsdagur í Sunnulækjarskóla föstudaginn 5. október n.k. og því mæta nemendur ekki til skóla þann dag. Frístundaheimilil Hólar er opið þann dag fyrir þá sem þar eru skráðir. Þó þarf að skrá þennan dag sérstaklega. Þingið hefst e.h. fimmtudaginn 4. október og því lýkur kennslu þann dag sem hér […]
Skákkennsla grunnskólabarna
Frá skáknámsskeiði í Fischersetri Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákskóla Íslands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á laugardögum frá kl. 11.00–12.30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands. Alls verða þetta 8 laugardagar og fyrsti tími verður laugardaginn 13. október n.k. Þeir sem hafa […]