Söngstund í Sunnulækjarskóla
Í morgun hófu nemendur skólans daginn með vinasöngstund í Fjallsal. Eldri nemendur fóru þá og sóttu yngri vini sína og fylgdu þeim fram í Fjallasal þar sem sungin voru nokkur lög í tilefni af degi íslenskar tungu. Nemendur tóku hraustlega undir í söngstundinni sem tónmenntakennari skólans Guðný Lára Gunnarsdóttir leiddi.
Gjöf frá foreldrafélagi Sunnulækjarskóla
Í morgunsárið, fimmtudaginn 15. nóvember, komu fulltrúar foreldrafélags Sunnulækjarskóla færandi hendi í skólann okkar. Erindið var að færa öllum nemendum í 1. bekk endurskinsvesti. Lögreglan var með í för og aðstoðaði við afhendinguna. Allir voru glaðir með gjöfina og kunnum við foreldrafélagi skólans bestu þakkir fyrir og hvetjum foreldra til að tryggja að vestin verið […]
Skemmtilegt í náttúrufræði
Það sem af er skólaárs hafa nemendur á unglingastigi brallað ýmislegt skemmtilegt í náttúrufræði. 8. bekkur er búinn að fara í vettvangsferð þar sem þau skoðuðu býflugnabú hjá býflugnabóndanum Svölu Sigurgeirsdóttur, þau hafa einnig greint plöntur, gróðursett og skoðað skordýr í smásjá. Þau eru svo að fara að rækta bakteríur á næstunni. 9. […]
Jól í skókassa
S.l. mánudag voru tenglarnir í 7. bekk með bekkjarkvöld þar sem nemendur og foreldrar hittust hér í skólanum og útbjuggu gjafir fyrir verkefnið „Jól í skókassa“ sem KFUM og KFUK heldur utan um. Á miðvikudeginum fórum við kennarar, stuðningsfulltrúar og nemendur saman í göngutúr út í kirkju og afhentum gjafirnar. Þar tók Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi vel á móti […]
Starfsdagur og foreldradagur 5. og 6. nóv.
Þriðjudaginn 6. nóvember er foreldradagur í Sunnulækjarskóla. Þann dag mæta foreldrar með börnum sínum í viðtal. Foreldradagur að hausti er tileinkaður líðan nemenda og sjálfsmati gagnvart námi og félagslegri stöðu. Efni viðtalanna: Líðan nemandans og félagsleg staða, farið yfir það helsta sem kemur fram á sjálfsmati nemandans. Námsleg staða, hvernig gengur að tileinka sér markmiðin […]