Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Skákkennsla grunnskólabarna

By Hermann | 20. október 2018

Frá skáknámsskeiði í Fischersetri Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákskóla Íslands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á laugardögum frá kl. 11.00–12.30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands. Alls verða þetta 8 laugardagar og fyrsti tími verður laugardaginn 13. október n.k. Þeir sem hafa […]

Gengið í Reykjadal

By Hermann | 19. september 2018

Nemendur í 10. bekk ásamt kennurum og nokkrum foreldrum skelltu sér í göngu í Reykjadal þriðjudaginn 18. september. Tilgangur ferðarinnar var að efla tengsl innan hópsins og leyfa nemendum að kynnast utan skólans. Framundan er spennandi og fjölbreyttur vetur hjá krökkunum og því mikilvægt að þau tengist vel og standi saman sem ein heild. Ferðin […]

12. sept. Fyrirlestur um einhverfu

By Hermann | 15. september 2018

Vakin er athygli á fyrirlestri um einhverfu sem haldinn verður í Fjallasal Sunnulækjarskóla næstkomandi miðvikudag 12. september kl. 17:00 – 19:00. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Vanvirkni í einhverfu“. Ásdís Bergþórsdóttir, forritari og sálfræðingur, kemur og fræðir okkur um Vanvirkni í einhverfu hjá fullorðnum einhverfum einstaklingum. Fyrirlesturinn er opinn öllum sem hafa áhuga á einhverfu.

Ólympíuhlaup Sunnulækjarskóla

By Hermann | 12. september 2018

  Þriðjudaginn 11. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla Ólympíuhlaup ÍSÍ. Forveri þess er Norræna skólahlaupið sem hefur verið árlegur viðburður síðan 1984. Vegalengdin er misjöfn eftir aldri en 5.-10. bekkur geta valið um fjórar vegalengdir, 2,5 km, 5 km, 7,5 km eða 10 km. Yngri nemendur fara allt frá 1,0 km upp í 2,5 km. Nemendur […]

Skólasetning skólaárið 2018-2019

By Hermann | 16. ágúst 2018

Skólasetning Sunnulækjarskóla skólaárið 2018 – 2019 verður miðvikudaginn 22. ágúst. Athöfnin verðu í þrennu lagi: Nemendur í 1.−4. bekk, f. 2009 – 2012, mæti kl 9:00. Nemendur í 5. – 7. bekk, f. 2006 – 2008, mæti kl. 10:00 Nemendur í 8.−10. bekk, f. 2003–2005, kl. 11:00 Gert er ráð fyrir stuttri samkomu í Fjallasal […]