Sérdeild Suðurlands fékk menntaverðlaun Suðurlands 2015
Fimmtudaginn 14. janúar 2016 var haldinn hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þar voru m.a. veitt menntaverðlaun Suðurlands sem SASS stendur fyrir. Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS, flutti ávarp og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Kristínu Björk Jóhannsdóttur, deildarstjóra, verðlaunin. Kristín ávarpaði því næst samkomuna og þakkarorð hennar fengu góðar viðtökur. […]
… í desember
1. desember – Fullveldisdagurinn 8. – 11. desember – Þemadagar Sunnulækjarskóla verða í anda heimsmarkmiða Sameinuðuþjóðanna um sjálfbæra þróun. Freakari upplýsingar má finna á vef um Markmið sameinuðuþjóðanna og vefsíðu þemadagana í Sunnulækjarskóla: Þemadagar Sunnulækjarskóla 18. desember – Litlu jólin
Jólafrí
Ágætu foreldra og nemendur Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegar jóla og farsæls komandi árs. Hér fylgir mynd af árlegu kertasundi sem nemendur Sunnulækjarskóla þreyttu í liðinni viku. Skólastarf hefst að nýju mánudaginn 4. janúar 2016, samkvæmt stundaskrá. Jólakveðja, starfsfólk Sunnulækjarskóla
Ritunarsamkeppni í 10. bekk
Ritunarsamkeppni var nýlega haldin í 10. bekk í íslensku og stóðu nemendur sig með prýði. Elísa Rún Siggeirsdóttir varð hlutskörpust með söguna „Logi í beinni“, í öðru sæti var Arndís María Finnsdóttir með „Hvítan kjól“ og þriðja sætið hlaut Ragna Fríða Sævarsdóttir með söguna „Grænn“.
Nemendur styrkja sjóð Selfosskirkju
Nokkrir 8. bekkingar í Sunnulækjarskóla ákváðu að leggja styrktarsjóð Selfosskirkju lið og seldu mandarínur og piparkökur á kaffistofu starfsfólks. Verkefnið unnu þær Helena, Ísabella Sara, Karen Lind og Katrín Birna í 8. ÞMB í tengslum við þemadaga um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en þær vinna út frá markmiðinu um aukinn jöfnuð. Þær útbjuggu einnig vídeó til […]